Dótakassinn
Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.
Episodes
36 episodes
ADHD og nám
Í þættinum í dag er fjallað um ADHD og nám. Fjallað um trix og tól sem hafa nýst einstaklingum með ADHD til að ná betri tökum námi og námsskipulagi.
•
Episode 35
•
27:36
Hvað er ADHD?
Í þættinum í dag er fjallað um ADHD. Fjallað er um helstu hugtök og pælingar sem oft koma til tals í kringum ADHD og þegar fólk er að velta því fyrir sér hvort það sé með ADHD. Hvað er ADHD? Hvaða áhrif hefur það á fólk? Tenglar:<...
•
Episode 34
•
27:46
Markmið
Í þættinum í dag er fjallað um hversvegna gott getur verið að setja sér markmið og hvernig hægt er að brjóta stór markmið upp í lítil skref og ná þannig aukinni færni og betri árangri í því sem við erum að fást við. Tenglar á efni sem t...
•
Episode 33
•
23:16
Að taka stöðuna
Í þættinum í dag er fjallað um að taka stöðuna á sjálfu sér og verkefnunum sem við erum að takast á við. Horfum inn í veturinn. Hvað viljum við gera öðruvísi í vetur en í fyrra og hvernig byrjum við á því að skipuleggja taktíkina hjá okkur og s...
•
Episode 32
•
20:33
Fimm leiðir að vellíðan - Að gefa af sér
Þessi þáttur er loka þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þættinum í dag er farið yfir það hvernig við getum gefið af okkur til annara og til samfélgsins. Að gefa af sér hefur margvísleg jákvæð áhrif á okkur sjálf og á ...
•
Episode 31
•
11:11
Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra
Þessi þáttur er fjórði þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þættinum í dag er farið yfir hvers vegna það er góð hugmynd að leyfa sér að læra eitthvað nýtt út lífið. Að vera forvitin og læra eitthvað nýtt hefur marg...
•
Episode 30
•
5:20
Fimm leiðir að vellíðan - Að taka eftir
Þessi þáttur er þriðji þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þessum þætti er fjallað um hversu gott það getur verið að veita allskonar hlutum athygli. Hvernig við getum æft okkur í því að taka eftir jákvæðum og uppb...
•
Episode 29
•
11:04
Fimm leiðir að vellíðan - Hreyfing
Þessi þáttur er annar þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þessum hluta er fjallað um mikilvægi hreyfingar. Rætt um hvaða hreyfing er góð og reynum að komast að því hvaða hreyfing hentar best. V...
•
Episode 28
•
9:21
Fimm leiðir að vellíðan - Að tengjast öðrum
Þessi þáttur er fyrsti þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þættinum í dag verður fjallað um mikilvægi þess að tengjast öðrum en allar manneskjur eru félagsverur og það er okkur öllum mikilvægt að eiga í góðum og nærandi...
•
Episode 27
•
9:53
Fimm leiðir að vellíðan - námskeið
Í næstu þáttum veður fjallað um 5 leiðir að vellíðan. Um er að ræða fimm mikilvæga þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar og líðan. Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/
•
Episode 26
•
5:12
Prófaprepp
Í 25. þætti er farið yfir pófatímabil og prófaundirbúning. Núna eru margir að fara í próf og því var ákveðið henda í stutt prófaprepp. Hvernig á að undirbúa sig fyrir próf og hvað er hægt að gera í til að tækla stress í prófum og ná sem b...
•
Episode 25
•
22:37
Ný önn og allir mættir
Í 24 þætti fer ég um ganga í Menntaskólanum við Hamrahlíð og heyri í nemendum, kennurum og rektor. Í dag er fyrsti skóladagur annarinnar og nemendur aftur byrjaði að mæta í skólann. Hvernig hafa þau það?, hvernig líst þeim á þetta? og hvað er f...
•
Episode 24
•
39:44
Endaspretturinn
í 23. þætti skoðum við það hvernig við bregðumst stundum við á endasprettinum undir lok annar. Hvernig mikið álag kallar stundum fram hugsanaskekkjur og hvernig við þurfum að kortleggja þau atriði sem mikilvægast er að fókusa á til að draga úr ...
•
Episode 23
•
24:18
Góð áhrif
Í dag fjalla ég um hvernig við getum kortlagt aðstæðurnar okkar, stillt væntingarnar okkar og haft góð áhrif á okkur sjálf. Mín verkefni - mín ábyrgð. Hvernig ég nálgast hlutina hefur áhrif á það hvernig mér líður og hvernig mér gengur.
•
Episode 22
•
19:37
Baksýnisspegillinn
Í 21. þætti er ég að velta fyrir mér því þegar við erum stöðugt að horfa í baksýnisspegilinn og rifja upp gamlar minningar og erfið augnablik. Ég ræði aðeins um hvernig minnið okkar er ekki alltaf 100% og að við getum stundum lent í því að vera...
•
Episode 21
•
18:47
Að velja sér nám eftir 10. bekk
Í 20. þætti kom Ásthildur Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kársnesskóla í spjall og fór yfir stöðuna með mér. Í þættinum spjölluðum við um hvað gott er að hafa í huga þegar nemendur eru að velja sér nám og máta sig við ólíka framhaldssk...
•
Episode 20
•
41:06
Rafræn heimapróf
Í 19. þætti fjöllum við um rafræn heimapróf og pælum í því hvernig gott er að undirbúa sig fyrir komandi prófatörn. Ásdís Birgisdóttir námsráðgjafi kom í símaviðtal og fór yfir hagnýtar pælingar í kringum þessi mál og það er alveg á hreinu að þ...
•
Episode 19
•
25:26
Bestu ár lífsins og þægindaramminn
Í 18. þætti Dótakassans er fjallað um bestu ár lífsins og hversu mikilvægt það er að fara annað slagið út fyrir þægindarammann sinn. Með því að ögra okkur sjálfum reglulega náum við oft að stækka þægindarammann okkar og þá erum við betur tilbúi...
•
Episode 18
•
31:40
Samkomubann í tvær vikur - nemendur og kennarar
Í 17. þætti tók ég upp símann og hringdi í nemendur og kennara í MH og heyrði í þeim hljóðið eftir tvær vikur í samkomubanni. Hvernig gengur? Hvernig upplifun er þessi nýji raunveruleiki? Þetta eru skemmtileg samtöl og það er áhugavert að heyra...
•
Episode 17
•
1:00:28
Dót dagsins: Þumalputtareglan 3:1
Í 16. þætti er fjallað um þumalputtaregluna 3:1 og hversu mikilvægt það er að fókusa á jákvæða og uppbyggilega hluti í kringum okkur. Stuttur þáttur í dag en mikilvægur.Tenglar:Framhahaldsskólanemar - hvað getið þið gert?
•
Episode 16
•
12:28
Allskonar um heilsu og hvað er heilsumarkþjálfi?
í 15. þætti kom Erla Guðmundsdóttir heilsumarkþjálfi, crossfitþjálfari, ungbarnasundskennari og menntaskólakennari í frábært spjall og sagði frá því hvað mikilvægt er að hafa í huga ef við viljum hugsa um heilsuna. Þetta þarf ekki að vera flóki...
•
Episode 15
•
59:21
Jæja, hvernig gengur? - símaviðtöl við nemendur í MH.
Í 14. þætti hringdi ég í nokkra nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig gengur á tímum samkomubanns? Hvernig gengur félagslega og hvernig gengur námið? Ef þú vilt koma í viðtal í Dótakassann, sendu þá endilega tölvupóst ...
•
Episode 14
•
59:46
Dót dagsins: Frestunarárátta og það að leggja sig fram!
í 13. þætti pælum við aðeins í frestunaráráttu og hvernig við getum tekist á við hana og lagt okkur fram við að leysa verkefnin okkar hverju sinni. Tenglar:
•
Episode 13
•
19:51
Dót dagsins: Jákvæðar fréttir og jákvæð samskipti.
Í 12. þætti kynnum við til dót dagsins og í dag verður fjallað um mikilvægi jákvæðra frétta og jákvæðra samskipta. Á næstunni verða gefnir út svona stuttir þættir þar sem áherslan verður á jákvæð og uppbyggileg atriði sem við getum nýtt okkur t...
•
Episode 12
•
21:52
Samkomubann og lokanir í skólum
Í 11. þætti fór Dótakassinn á flakk um ganga Menntaskólans við Hamrahlíð og ræddi við nemendur og stjórnendur skólans. Í þættinum förum við líka á blaðamannafund með stjórnendum landsins og pælum í sóttkví, samkomubanni og hvernig við getum tek...
•
Episode 11
•
53:52