Dótakassinn
Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.
Dótakassinn
Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra
•
Dótakassinn
•
Episode 30
Þessi þáttur er fjórði þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan.
Í þættinum í dag er farið yfir hvers vegna það er góð hugmynd að leyfa sér að læra eitthvað nýtt út lífið. Að vera forvitin og læra eitthvað nýtt hefur margskyns jákvæð áhrif á heilsu og líðan og flestir hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað sem þeir hafa ekki haft tök á að læra hingað til.
https://5leidir.blogspot.com/