Dótakassinn
Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.
Dótakassinn
Að velja sér nám eftir 10. bekk
•
Dótakassinn
•
Episode 20
Í 20. þætti kom Ásthildur Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kársnesskóla í spjall og fór yfir stöðuna með mér. Í þættinum spjölluðum við um hvað gott er að hafa í huga þegar nemendur eru að velja sér nám og máta sig við ólíka framhaldsskóla. Hvaða nám hentar mér best? Hvaða skóla langar mér að fara í og af hverju? Það er að mörgu að huga og margir möguleikar og kannski eru pælingar í þættinum sem gætu nýst nemendum við að átta sig betur á stöðunni.
Næsta skref í nám og starfi:
https://naestaskref.is/
***
Vilt þú senda inn spurningu eða ábendingu að efni fyrir Dótakassann:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewform