Dótakassinn

Baksýnisspegillinn

August 05, 2020 Dótakassinn Episode 21
Dótakassinn
Baksýnisspegillinn
Show Notes

Í 21. þætti er ég að velta fyrir mér því þegar við erum stöðugt að horfa í baksýnisspegilinn og rifja upp gamlar minningar og erfið augnablik. Ég ræði aðeins um hvernig minnið okkar er ekki alltaf 100% og að við getum stundum lent í því að vera að endurupplifa útgáfu af fortíðinni sem hefur breyst í huga okkar og endurspeglar ekki alltaf rauverulegt gamalt atvik. Ég velti því upp hvers vegna það er mikilvægt að horfa fram á veginn og reyna að æfa sig í því að rifja upp góðar minningar í stað þess að dvelja of mikið í neikvæðri og erfiðri fortíð án þess þó að gera lítið úr erfiðum minningum. Vonandi er ég ekki að flækja hlutina of mikið en ég hitti oft fólk sem hefur fest of mikið í því að rifja upp og endurupplifa leiðinlegar stundir og hefur slíkt oft talsverð neikvæð áhrif á það hvernig fólki líður í því að takast á við núið og framtíðina.

Tenglar:

Skemmtileg útgáfa af hvísluleiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=ilZuT7Gy0Qw

***
Um minnið:
https://www.youtube.com/watch?v=TUoJc0NPajQ

***
https://www.youtube.com/watch?v=TqFtWwQCzFI